1.9.2008 | 20:24
Leiðist
Mikið djöful leiðist mér maður. Ég vakna í vinnuna klukkan 07:00 á morgnanna og mæti klukkan 07:30 og vinn til kl 15:00. Eftir vinnu þá kemur maður heim og hangir í tölvunni allan daginn alveg þangað til að maður nennir að fara að sofa það er ekkert annað að gera hérna á þessum pleisi.En núna sit ég nátturlega í tölvunni að gera ekki neitt nema að blogga er reyndar með annað augað á sjónvarpinu fylgjast með seinni undanúrslitaleik visabikarsins Breiðablik - KR,en það var reyndar þvílíkur leikur í gær sem ég horfði á það var fyrri undaúrslitaleikurinn Fylkir - Fjölnir staðan í hálfleik var 2-3 fyrir Fylki minnir mig en í seinni hálfleik jöfnuðu Fjölnismenn 3-3 og allt stefndi í framlengingu,en allt kom fyrir ekki tveimur mínútum var bætt við leiktímann og þegar sló 92 mínútur á leikklukkun skoruðu Fjölnismenn sigurmarkið með þrumuskoti fyrir utan teig.Yfirlett þegar maður horfir á Íslenskan fótbolta í sjónvarpi er það hundleiðinlegt en þetta var besti Íslenski fótboltaleikur sem að ég hef séð.
Jæja þið eruð alltaf í boltanum.Djöfullinn seinasta President dollan mín er við það að klárast þarf að hringja í Hauk og fá meira en ég bara nenni því ekki hvað á ég að gera.
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
znati
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla að vona að þú skemmtir þér vel í vinnunni með pólverjunum:P
Svo eru það bara KR og Fjölnir í úrslitum.. ég veit þú heldur með KR innst inni.
Og í sambandi við hvað þú ættir að gera varðandi tóbakið.. farðu bara út í garð og reyktu gras maður.. miklu betra ;)Helgi 1.9.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.