Færsluflokkur: Enski boltinn

Heimsendir á morgun !!

Ég var að velta þessu fyrir mér eftir að ég heyrði um vísindatilraun í útvarpinu í morgun í bítinu á Bylgjunni.Það verður einhver vísindatilraun á morgun og sumir vitleysingar halda að það komi svarthol og drepi allt.Set hér fréttina af þessum vísinduhér fyirir neðan fyrir áhugasam og þá sem ekki hafa enn séð eða heyrt um þessa vitleysu

Merkisdagur í vísindunumMyndskeið


Helgin

Bara ágætis helgi af baki.Föstudagurinn var ágætur var að vinna til 15:00 á föstudaginn og eftir vinnu var farið í ríkið í fyrsta sinn á Djúpavogi þar sem ég hef þurft að fara í ríkið á Seyðisfirði í sumar.Ég byrjaði kvöldið heima drakk nokkra bjóra og beið heima þar til klukkan nálgaðist 23:00 þá hringdi Gísli í mig og dró mig með sér í Löngubúðin,það var lítið um að vera þar vegna þess að það var verið að fara að loka og eftir lokun þá fóru allir saman á barin þar sem aðalstuðið var.Það var einhver Amerískur trubador að spila á barnum og hann var mjög góður ég skemmti mér allavega vel,en ég fór snemma heim veit ekki afhverju kannski búin að drekka einum of mikið fór heim klukkan 02:30 þegar að hálftími var eftir af skemmtuninni.

Laugardagurinn.

Laugardagurinn byrjaði sko ekki vel hjá mér,lág í rúminu til klukkan 18:00 í skelfilegri þynnku ég skildi ekki afhverju því ég drakk ekki mikið á Föstudeginum.En þegar ég fór fram úr var ég staðráðin í að láta mig hressast og mæta á skemmtunina um kvöldið sem var á Bjarkatúninu hjá sjoppunni.Í kvöldmatnum leið mér ekki vel fékk mér einn til tvo bita af matnum og fór svo beint inná klósett og gubbaði ekki gott það þannig að ég fór beinustu leið uppí rúm að leggja mig svo ég gæti mætt á skemmtunina um kvöldið.Svo þegar ég vaknaði skellti ég mér útá Bjarkatún þar var ágætisfjöldi af fólki en hefði viljað sjá samt mun meira af fólki.Bæjarstjórinn og Kristján Ingimars voru að skemmta,spila á gítar og syngja og Ingimar gamli var með í söngnum og var hálfgerð bakrödd.Þetta var fínt ég fór samt snemma heim stoppaði ekki lengi á skemmtuninni varð samferða Ásdísi Heiðdal uppí Löngubúð þar sem að hún var að fara að vinna þar en ég fór bara beint heim að leggja mig var enn þunnur og þreyttur.

 

 RIMG0178

 

 Hundurinn Prins var svo sannarlega hress á Laugardagskvöldinu

 

 

 

 

 

 Ruddaboltinn aldrei ruddalegri Mig langar sko að taka þátt íþessu alvoru bolti fyrir mig


Dragostea Din Tei

Þetta lag hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér ,syng alltaf með þegar ég heyri það veit ekki afhverju en svon er maður skrýtinn.Ég veit ekkert um hvað þetta lag er eða neitt en það er með Rúmensku hljómsveitinni O-Zone hlustið bara á það hér að neðan

 video


Úr leik

Mig langar að byrja þessi skrif á því að óska gamalli bekkjarsystur minni og Djúpavogsbúa henni Ástu Birnu Magnúsdóttur til hamingju með frábæaran árangur,varð semsagt Íslandsmeistari í holukeppni í golfi innilega til hamingju með það og ég óska henni velfarnaðar á komandi árum.

En Þá að öðru slæmu máli:

Knattspyrnuliðið Huginn á Seyðisfirði datt úr leik í úrslitakeppni 3.deildar í kærkvöldi eftir 2-1 tap á útivelli gegn Skallagrími á Borgarnesi. Eftir að hafa leikið vel í sumar og endað í öðru sæti D.riðils og fengið til sín marga góða leikmenn, voru menn mjög bjartsýnir á að liðið færi upp í aðra deild í ár ,en allt kom fyrir ekki og því þarf liðið 3.Árið í röð að berjast um að komast í 2.deild aftur næsta sumar.

Áfram Huginn vonandi gerum við betur næst.

 The image “http://spjall.huginn.org/images/avatars/68254429ad47ba426.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

                    Takk fyrir sumarið strákar
 

 


Ég er berrassaður

 shitface

video

Myndbandið fyrir neðan er ekki fyrir viðkvæma 


Blessaður

Guðmundur Karl Jónsson 

Blessaður gamli hvað er títt 


Leiðist

Mikið djöful leiðist mér maður. Ég vakna í vinnuna klukkan 07:00 á morgnanna og mæti klukkan 07:30 og vinn til kl 15:00. Eftir vinnu þá kemur maður heim og hangir í tölvunni allan daginn alveg þangað til að maður nennir að fara að sofa það er ekkert annað að gera hérna á þessum pleisi.En núna sit ég nátturlega í tölvunni að gera ekki neitt nema að blogga er reyndar með annað augað á sjónvarpinu fylgjast með seinni undanúrslitaleik visabikarsins Breiðablik - KR,en það var reyndar þvílíkur leikur í gær sem ég horfði á það var fyrri undaúrslitaleikurinn Fylkir - Fjölnir staðan í hálfleik var 2-3 fyrir Fylki minnir mig en í seinni hálfleik jöfnuðu Fjölnismenn 3-3 og allt stefndi í framlengingu,en allt kom fyrir ekki tveimur mínútum var bætt við leiktímann og þegar sló 92 mínútur á leikklukkun skoruðu Fjölnismenn sigurmarkið með þrumuskoti fyrir utan teig.Yfirlett þegar maður horfir á Íslenskan fótbolta í sjónvarpi er það hundleiðinlegt en þetta var besti Íslenski fótboltaleikur sem að ég hef séð.

 

Jæja þið eruð alltaf í boltanum.Djöfullinn seinasta President dollan mín er við það að klárast þarf að hringja í Hauk og fá meira en ég bara nenni því ekki hvað á ég að gera.


Jæja

Jæja loksins ný síða eftir að hafa ekki verið með síðu ú rúm tvö ár held ég sem var á blog.central.is.En ég vill bjóða ykkur velkomin á síðuna mína og þetta opnunarblog,en hef samt frekar lítið að segja þar sem að ég er þreyttur því ég er búin að hanga í tölvunni í allan dag og sitja í sama sætinu nenni ekki neinu.En ég vill minna á það að Arsenal unnu góðan 3-0 sigur í gæra á Newcastle mörkin skoruðu van persie 2 og Denilson.En það sem er að frétta af mér er eitthvað ég er komin aftur heim á Djúpavog eftir að hafa búið á Seyðsfirði í allt sumar þar sem ég var að spila með Huginn í 3.deildinni ein sog allir vita.Okkur gekk ágætlega töpuðum 3.Leikjum í riðlinum en enduðum í öðru sæti og fórum í úrslitakeppnina og hún stendur ennþá Huginn gerðu 1-1 jafntefli við skallagrím frá Borgarnesi á heimavelli í gær.En ég get ekki verið með í úrslitakeppninni vegna þess að ég meiddist á móti Sindra í sumar og hef verið mjög slæmur í fótunum síðan og þurfti að hætta,en ég óska auðvitað Huginsliðinu alls hins besta og vonandi fara upp um deild í 2.deild.Ég er byrjaður að vinna í frystihúsinu og það var mjög gaman að byrja aftur og fyrsti dagurinn var góður ég fékk mjög góðar móttökur og ég þakka fyrir það.En ég er að hugsa um að fara að sofa heyri bara í ykkur aftur á morgun góða nótt

« Fyrri síða

Um bloggið

znati

Höfundur

Natan Leó Arnarsson
Natan Leó Arnarsson

Natan Leó Arnarsson heiti ég og er frá Djúpavogi og er stoltur af því

Þið megið kalla mig asdfguio.

Það besta sem ég geri er að kúka. Arsenal er best.

En munið eitt lífið er sulta

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • islenski-faninn
  • Myndir frá Kúbu 032
  • Myndir frá Kúbu 001
  • Myndir frá Kúbu 116
  • DSCN0909

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband